|
||
Meðmæli við prófun og ræktun[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen] Eftirfarandi meðmæli eru unnin með tilliti til Maine Coon katta. Aðrar tegundir gætu komið betur út með örlítið breyttum meðmælum, enn eins og er eru Maine Coon meðmælin þau einu sem við höfum. Vonandi fáum við meðmæli fyrir fleiri tegundir þegar líður á. Meðmæli við prófun:Fyrsta HCM sónarskoðunin ætti að gera við 1 árs aldur og áður en kötturinn er notaður til undaneldis. Mælt er með fleiri prófum á ársfresti þar til kötturinn er orðinn eldri en þriggja ára. Eftir þann tíma er mælt með síðustu skoðuninni við 5 ára aldur. Þegar ræðir um ketti sem eru sérstaklega mikilvægir fyrir ræktunar heildar ræktunarstofninn eða ketti sem eru í sérstökum áhættuflokk (tvíræðar sónarniðurstöður eða eiga náinn ættingja sem hefur greinst með HCM) er viturlegt að sónarskoða enn síðar, t.d. Um átta ára aldur. Vinsamlegast athugið að þetta er til viðmiðunar og hvert tilfelli skal skoða sér. Meðmæli til ræktunar:Hér eru einnig meðmæli sem eru til viðmiðunar þar sem þarf að skoða hvert eitt og einasta tilfelli sér. *) þegar talað er um náinn ættingja í þessu samhengi er átt við systkyni, foreldra og afkvæmi þeirra. Eðlilegt hjarta: Greindur með HCM: Kettir með tvíræðar niðurstöðurTvírætt (equivocal) þýðir að það fannst eitthvað í hjartanu í sónarskoðuninni sem er ekki eðlilegt, en á þeim tímapunkti er ekki skýrt hvort það sé HCM eða hvort það eigi eftir að þróast í HCM eður ei.... Það þýðir ekki að kötturinn fái sjálfkrafa HCM!!!! Tvírætt þýðir okkurat tvírætt. Frávikið sem mældist gæti verið orsök af öðrum vandamálum, t.d. Háum blóðþrýstingi, nýrna skorti, eða einhverju allt öðru. Kötturinn gæti líka haft eðlilega útgáfu af "stöðluðu" viðmiðunum, t.d. Gætu totuvöðvarnir verið óvenjustórir miðað við meðal köttinn, einungis frekari sónarskoðun mun skera úr um hvort þetta sé HCM eða ekki. Kettir með tvíræðar niðurstöður ættu að notast svona: Tvírætt, yngri en 2 ára: Tvírætt, 2-3 ára: Tvírætt, eldri en 3 ára: Nánir ættingjar þjáðra kattaEf köttur greinist með HCM eru eftirfarandi meðmæli fyrir nána ættingja* hans: Náinn ættingi hefur verið greindur með HCM, hjartað er eðlilegt á kettinum sjálfum þegar hann er yngri en 2 ára: Náinn ættingi hefur verið greindur með HCM, hjartað er eðlilegt á kettinum sjálfum þegar hann var 2-3 ára: Náinn ættingi hefur verið greindur með HCM, hjartað er eðlilegt á kettinum sjálfum þegar hann var eldri en 3 ára: Ef kötturinn hefur verið greindur með tvíræða niðurstöðu og á einnig náinn ættingja sem hefur verið greindur með HCM ættir þú að fara sérstaklega varlega. Hjálp!Ef þú ert óörugg/ur með hvað á við þinn kött, ekki hika við að hafa samband við tengiliðinn fyrir heilsufarsverkefnið! |
||