Hjarta sónarskoðun katta

English Czech German Danish French Icelandic Italian Dutch Norwegian Portuguese Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

Þegar þú vilt láta ómskoða köttinn þinn fyrir HCM hefur þú samband við einn af dýralæknunum á listanum sem er samþykktur af stjórn klúbbsins. Dýralæknanir á þessum lista eru með mjög mikla reynslu á okkurat þessu sviði hjartaómskoðunar. Þessi hópur sérfræðinga vinnur með Sænska Maine Coon katta klúbnum og er markmiðið að þú fáir sömu niðurstöðu, sama hvaða dýralækni á þessum lista þú hefur samband við.

Smelltu hér til að sá núverandi lista af dýralæknum tengdum heilsufarsverkefninu.

Þú verður að koma með sérstakt eyðublað í HCM skoðunina. Þú getur sótt það hér:

Smelltu hér til að sækja HCM sónar eyðublaðið.

Gætið þess að fylla út öll smáatriðin fyrir köttinn þinn og ekki gleyma að skrifa undir eyðublaðið. Þú tekur svo eyðublaðið og ættbók kattarins með þér í HCM sónarskoðunina.

Kettirnir verða að hafa varanlegt merki í formi örmerkis eða eyrnamerkis til að geta fengið skráningu í heilsufarsverkefnið. Ef kötturinn er ekki með varanlegt merki þá geturðu látið setja það í samtímis.

Dýralæknirinn fyllir síðan út niðurstöður ómskoðunar og sendir afrit af því til heilsufarsritarans fyrir heilsufarsverkefnið. 60 dögum eftir að HCM skoðunin átti sér stað birtast niðurstöðurnar fyrir almenning.

Meðmæli fyrir prófun og ræktun

Rannsóknir sýna að HCM erfist A-litnings ríkjandi með takmarkað ríki og mismunandi tjáningu í Maine Coon tegundinni. Þetta þýðir að genið er ekki alltaf sýnilegt og að það er breytilegt eftir því hversu snemma sjúkdómurinn tjáist og hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður þrátt fyrir að það er ríkjandi gen. Það er talið að 10-15% Maine Coon katta þjáist af HCM.

Þar sem HCM er ágengur sjúkdómur, sem þýðir að hann þróast stighækkandi í gegnum árin, er hann talinn sérstaklega erfiður viðureignar í samanburði við aðra sjúkdóma. Sænski Maine Coon katta klúbburinn hefur sett á fót heilsufarsverkefni sem mun leiðbeina ræktendum að velja vandlega ræktunardýrin sín til að minnka líkur á HCM þjáðum köttum af tegundinni í framtíðinni.

Sænski Maine Coon katta klúbburinn hefur í samvinnu við hjartasérfræðinginn Jens Häggström (vinnur í háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð) sett saman meðmæli fyrir prófun og ræktun með tilliti til HCM í Maine Coon tegundinni.

Smelltu hér til að lesa meðmælin fyrir prófun og ræktun með tilliti til HCM.

Hjálp!

Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband við tengiliðinn fyrir heilsufars verkefnið!