Hjartavöðvasjúkdómurinn (HCM)

English Czech German Danish French Icelandic Italian Dutch Norwegian Portuguese Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

Ofþykktarsjúkdómur í hjartavöðva (Hypertropic Cardiomyopathy) er erfða sjúkdómur sem hrjáir ketti, hunda, svín og menn. Hvernig hann erfist er enþá óljóst. Síðan áttunda áratugnum hefur HCM verið almenna orsökin fyrir hjarta bilunum, blóðsegi og skyndidauða í köttum. Stór rannsókn framkvæmd í BNA á Maine Coon köttum gefur til kynna að HCM erfist í þeim köttum með einu ríkjandi geni.

Heilbrigt hjarta
Heilbrigt hjarta


Hjarta greint með HCM
Hjarta greint með HCM

HCM er lýst sem afbrigðileg þykknun á hjartavöðva, sérstaklega á efrihluta vinstrihelmings hjartans. Vegna þykknunar hjartavöðvans tapar hjartað teygjanleikanum, sem gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir hjartað að fylla sig. Önnur afleiðing er að það er minna pláss fyrir blóð í vinstra hvolfinu, sem veldur því að minna magn af blóði dælist um líkaman í hverjum hjartslætti en vanalega. Þykki hjartavöðvinn getur valdið óstöðuleika í blóðinu, eða leka meðfram lokum. Það getur síðan valdið hjartaóhljóðum, sem dýralæknar heyra með hlustunarpípum.

Kettir með HCM fá vökva í eða í kringum lungun sem getur valdið öndunarörðuleikum. Sum dýr sína engin ummerki, en deyja svo skyndilega, yfirleitt vegna alvarlegrar slag truflana. Sumir kettir fá blóðtappa sem getur valdið lömun á afturfótum.

HCM er ekki fæðingargalli, heldur sjúkdómur sem þróast mjög hægt. Kettir sem hafa HCM sýna mjög oft engin einkenni fyrir 6 mánaða aldur, og það getur tekið fáein ár áður en hægt er að greina HCM. Því er mikilvægt að þú látir sérfræðing gera sónarskoðun reglulega.

Sænski Maine Coon klúbburinn hefur útbuið HCM heilsuverkefni sem byrjar 1. Janúar 2004. Þetta heilsufarsverkefni hefur verið í umsjón PawPeds frá júní 2010. Allar tegundir eru velkomnar í verkefnið.


Er lækning?

Því miður er ekki hægt að lækna HCM, en hægt er að gefa köttum með sjúkdóminn lyf. Þvægræsilyf, beta-receptor andverkandi lyf og/eða blóðþrýstingslyf.

Hvernig er prófað fyrir HCM?

Kettirnir eru sónarskoðaðir með ómsjá þar sem sést hvort einhver hluti hjartans er óeðlilega þykkur, hvernig hjartar slær og hvernig blóðið flæðir.

Skoðunin er sársaukalaus og yfirleitt þolanleg fyrir kettina. Ef kettirnir eru óöruggir, er betra að gefa þeim smá róandi (sprautu) því það er mjög mikilvægt að kötturinn liggji graf kyrr á skoðunarborðinu.

Stundum er nauðsynlegt að raka köttinn örlítið á blettinum sem skoðað er. En oftast virkar það vel að greiða feldinn frá svæðinu án raksturs. Til að fá góða snertingu við húð kattarins og sem skýrasta mynd af skoðunarsvæðinu er notað glært hlaup. Skoðunin tekur 30-40 mínútur.

Smelltu hér til að læra meira um hvernig best sé að HCM prófa köttinn þinn.
Smelltu hér til að lesa meðmæli um prófun og ræktun með tilliti til HCM.

Klúbbar sem taka þátt í heilsuverkefninu: