Heilsufarsprófun fyrir GSD IV

English Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

Til að koma í vegfyrir að eignast veika kettlinga, og að lokum eyða GBE1 stökkbreytingunni úr Norskum Skógarköttum, þurfum við að prufa öll ræktunardýr með DNA prufu. Með því að taka DNA prufu og prófa fyrir geninu koma í ljós ræktunardýrin sem eru heibrigð sjálf en bera sjúkdóminn yfir í afkvæmin sín séu þau pöruð við aðra arfbera.

Að sjálfsögðu þar aðeins að prófa hvern kött einu sinni og óþarfi er að para afkomendur tveggja Búrmakatta sem ekki bera genið, það er að segja ef þú ert alveg viss um að ættbókin standist.

Hvernig prófa ég kettina mína?

Dýralæknirinn þinn tekur stroksýni úr kettinum, með þar til gerðum stroksýnaburstum sem settir eru í hylki með etanóli (burstana & hylkin er yfirleitt hægt að panta af rannsóknastofum ókeypis). Dýralæknirinn þarf svo að fylla út eyðublað með upplýsingum um eiganda kattarins og örmerki dýrsins. Eyðublaðið og stroksýnið eru svo send á tilraunastofu. Þú getur einnig millifært á rannsóknastofunni til að greiða fyrir prófið. Þú ættir svo að fá niðurstöðurnar nokkrum vikum seinna.

Að kunngera niðurstöðurnar á Pawpeds

Á eyðublaðinu hjá Genindexe sem þú fyllir út getur þú hakað við að þú vilt að afrit sé sent beint til gagnagrunnsins eða ekki. Þetta gefur okkur kost á að hafa ótvíræðar upplýsingar í gagnagrunninum (lestu meira um afhverju ótvíræðnar upplýsingar eru mikilvægar). Sænski ræktunarklúbburinn Skogkattslingan er einnig með samning við Laboklin rannsóknastofuna þar sem um er að ræða sérstakt eyðublað og betri kjör, en þar er einnig hægt að haka við að senda upplýsingarnar beint í gagnagrunninn okkar. Aðrar rannsóknastofur bjóða ekki upp á þennan möguleika svo við vitum. Í slíkum tilfellum, er nauðsynlegt að senda sjálf/ur afrit af niðurstöðunum til viðeigandi heilsufarsritara.

Niðurstöðurnar verða ekki birtar fyrr en að lámarki 60 dögum eftir að eigandi hefur sjálfur fengið niðurstöðurnar, ástæða fyrir þessum töfum er svo ræktandinn hafi færi á að segja kaupendum kettlinga og öðrum með skylda ketti frá niðurstöðunni áður en þeir sjá niðurstöðurnar sjálfir eða heyra af þeim frá þriðja aðila sem sáu þetta í gagnagrunninum.

Listi yfir rannsóknastofur sem framkvæma GSD IV prófið:

 • Antagene (Frakkland), www.antagene.com
 • Genindexe (Frakkland), www.genindexe.com
  Til að panta sýnatökubúnað, sendið tölvupóst á contact@genindexe.com. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Li Sellgren, sjá undir Tengiliðir.
 • Laboklin (Þýskaland), www.labogen.com
  Ræktunarklúbburinn Skogkattslingan er með samning við Laboklin, því geta meðlimir klúbbins pantað sýnatökubúnað með leiðbeiningum ásamt sérstöku eyðublaði beint af Skogkattslingan:
  Gun Nilsson
  Björkbackavägen 8
  746 51 Bålsta
  Sweden
  Sími: 0171-555 76 (Alþjóðlegt: +46 171 555 76)
  Netfang: shop@skogkattslingan.com
  Á þessu eyðublaði getur þú undirritað samþykki þitt fyrir því að afrit af niðurstöðunum verði sent beint til heilsufarsritarans og þar af leiðandi að niðurstöðurnar birtist í PawPeds gagnagrunninum. Fyrir meðlimi klúbbsins kostar prófunin 400SEK.
 • PennGen (BNA), Tengill að eyðublaðinu þeirra

Aðstoð!

Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband við tengiliðinn fyrir heilsufars verkefnið!