Ræktunar meðmæli, GSD IV

English Czech German Danish French Icelandic Italian Dutch Norwegian Portuguese Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

  • Kettir sem sýna einkenni sjúkdómsins á alls ekki að nota í ræktun, hinsvegar deyja þessir kettir oftast áður en þeir verða kynþroska og því stafar ekki mikil hætta af því að þeir dreyfi sjúkdóminum.
  • Arfberar fyrir sjúkdóminum má nota í ræktun svo framanlega sem þeir séu eingöngu paraðir við ketti sem eru ekki arfberar, sannað með dna blóðprufu. Kettlingar úr slíku goti á að prófa áður en þeir eru seldir sem ræktunardýr. Í fullkomnum heimi væru aðeins kettir sem eru ekki arberar notaðir til ræktunar, en hægt er að gera undantekningar svo lengi sem kaupandi kettlingsins er kunngjör vandanum sem fylgir því að rækta undan arfbera og er tilbúinn að fara eftir meðmælum þessum.
  • Allir kaupendur af arfberakettlingum og kettlingum sem ekki er búið að gera blóðprufu á séu upplýstir um sjúkdómin. Segið þeim frá því að annað foreldrið sé arfberi fyrir honum og áhætturnar sem eru til staðar ef ræktað sé undan þeim. Arfberar sýna aldrei merki um sjúkdómin, svo fólk á það til að finnast það óþarfa upplýsingar fyrir þann sem kaupir arfbera sem gæludýr. Hinsvegar, þar sem það er ansi algengt að kaupendur af gæludýrum ákveði seinna meir að para dýrin, gera þeir það líklega án þess að hafa samband við ræktandann fyrst, því er mikilvægt að kaupendur af gæludýrum sé einnig gert full ljóst eðli sjúkdómsins og hvað það þýðir að kettlingurinn þeirra sé arfberi fyrir honum.
  • Markmiðið ætti að vera að nota ekki arfbera til ræktunar eftir 2015.