Að prófa fyrir Taugahrörnunarsjúkdóminum í Búrmaköttum, GM2

English Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

Til að koma í vegfyrir að eignast veika kettlinga, og að lokum eyða GM2 stökkbreytingunni úr Búrmaköttum, þurfum við að prufa öll ræktunardýr með DNA blóðprufu. Með því að taka blóðprufu og prófa fyrir geninu koma í ljós ræktunardýrin sem eru heibrigð sjálf en bera sjúkdóminn yfir í afkvæmin sín séu þau pöruð við aðra arfbera.

Að sjálfsögðu þar aðeins að prófa hvern kött einu sinni og óþarfi er að para afkomendur tveggja Búrmakatta sem ekki bera genið, það er að segja ef þú ert alveg viss um að ættbókin standist.

Hvernig prófa ég kettina mína?

Dýralæknirinn þinn tekur blóðprufu úr kettinum, nauðsynlegt er að taka 1mL af heilblóði (EDTA). Dýralæknirinn þarf svo að fylla út eyðublað með upplýsingum um eiganda kattarins og örmerki dýrsins. Eyðublaðið og blóðprufan eru svo send á tilraunastofu. Þú getur einnig millifært á rannsóknastofunni til að greiða fyrir prófið. Þú ættir svo að fá niðurstöðurnar nokkrum vikum seinna.

Að kunngera niðurstöðurnar á Pawpeds

Til að fá niðurstöðurnar þínar birtar í heilsufars verkefninu, er nauðsynlegt að senda afrit af niðurstöðunum til viðeigandi heilsufarsritara.

Tvær rannsóknastofur leita eftir GM2 í Búrmaköttum:

 • Scott-Ritchey Research Center (USA)
  College of Veterinary Medicine
  Auburn University
  Auburn, Alabama 36849
  Sími: (334) 844-5951
  Sækja eyðublað.
  Ef þú ert ekki búsettur í BNA þarftu einnig að sækja viðmiðunarreglur og toll eyðublöð, en bęði þarftu að setja í plastvasa utan á umslagið með blóðsýninu.
  Greiðsla fyrir prófið þarf að berast í gegnum Heimssamband Evróska Búrmakatta félagsins með PayPal greiðsluþjónustunni, sendið 50USD á netfangið euroburmese@yahoo.com
  Þessi rannsóknastofa prófar afkomendur þekkra arfbera ókeypis, svo lengi sem afberanir voru upphaflega prófaðir hjá þeim!
 • Laboklin (Þýskalandi)
  Steubenstraße 4
  D - 97688 Bad Kissingen
  Germany
  Sími: +49 / 971-7202-0, Fax: 0049/ 971-68546
  www.labogen.com
  Sækja eyðublaðið

Aðstoð!

Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband við tengiliðinn fyrir heilsufars verkefnið!