Ræktunar meðmæli, Búrmakatta GM2

English Czech German Danish French Icelandic Italian Dutch Norwegian Portuguese Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

  • Arfberar fyrir sjúkdóminum má nota í ræktun svo framanlega sem þeir séu eingöngu paraðir við ketti sem eru ekki arfberar, sannað með dna blóðprufu.
  • Kettlingar úr slíkri pörun eiga að fara í blóðprufu til að kanna hvort þeir séu sjálfir berar. Þetta á að gera áður en þeir eru seldir sem ræktunardýr, eða a.m.k. Áður en þeir eru notaðir í ræktun. Í fullkomnum heimi væru aðeins kettir sem eru ekki arberar notaðir til ræktunar.
  • Það er einstaklega mikilvægt að gæta þess að arberar úr slíkri pörun séu ekki notaðir áfram í ræktun án frekari prófana. Hvernig þessu er framfylgt er mismunandi eftir búsetu. Hér eru nokkrar uppástungur:
    - Láttu framkvæma ófrjósemis aðgerð á kettlingum sem eru arfberar áður en þeir fara á nýtt heimili.
    - Ekki gera eigendaskipti á kettlingunum fyrr en kaupendur hafa framkvæmt ófrjósemisaðgerð á þeim.
    - Ef ekki er hægt að framkvæma ófrjósemis aðgerðir snemma þar sem þú býrð, skaltu útbúa samning þess efnis að arfbera má ekki nota til ræktunar. Hinsvegar eru slíkir samningar ekki alltaf bundir að lögum í öllum löndum. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að kaupendur af arfberum og kettlingum sem ekki er búið að gera blóðprufu á séu upplýstir um sjúkdómin. Segið þeim frá því að annað foreldrið sé arfberi fyrir honum og áhætturnar sem eru til staðar ef ræktað sé undan þeim. Arfberar sýna aldrei merki um sjúkdómin, svo fólk á það til að finnast það óþarfa upplýsingar fyrir þann sem kaupir arfbera sem gæludýr. Hinsvegar, þar sem það er ansi algengt að kaupendur af gæludýrum ákveði seinna meir að para dýrin, gera þeir það líklega án þess að hafa samband við ræktandann fyrst, því er mikilvægt að kaupendur af gæludýrum sé einnig gert full ljóst eðli sjúkdómsins og hvað það þýðir að kettlingurinn þeirra sé arfberi fyrir honum.
  • Markmiðið ætti að vera að eyða berum úr tegundinni, og þannig eyða sjúkdóminum.