Taugahrörnunarsjúkdómur í Búrmaköttum, GM2

English Swedish

[Þýðing unnin af Vigdísi Andersen]

Sjúkdómurinn sem við köllum GM2 er einn af argengum sjúkdómum þar sem röskun á sér stað í fituforða líkamans, einnig þekktir sem lysosomal sjúkdómar, svo kallaðir þar sem þeir einkennast af uppsöfnunn óunnra úrgangsefna í stækkuðum lysosomum. Frumunni skortir ensímið sem hjálpar henni að losna við úrgangsefnin. Úrgangsefnin safnast því upp innan í frumunni sjálfri og veldur varanlegum frumuskaða. Umræddar frumur eru taugafrumur, þar af leiðandi eru helstu einkennin taugahrörnunarlega eðlis. Einkenning koma í ljós sex til átta vikna og byrja sem mjög mildur skjálfti, yfirleitt á höfði. Áður en mildi höfuðskjálftinn kemur í ljós mun kettlingurinn virðast fullkomnlega eðlilegur og sýna ástúð og leikgleði. Þetta er ágengur og lífshættulegur sjúkdómur, skjálftarnir aukast með aldri kettlingsins. Þeir eru stundum kallaðir "ásetninga" skjálftar þar sem þeir eru sýnilegastir þegar kettlingurinn er að reyna að framkvæma eitthvað. Þegar kettlingurinn hvílist eru þeir minna áberandi. Þegar sjúkdómurinn er lengra kominn, og skjálftarnir meira áberandi, eyðir kettlingurinn meiri tíma í kvíld. Þegar hann er orðinn 14 til 16 vikna gamall er skjúkdómurinn oftast orðinn til þess að kettlingurinn á erfitt með gang, fara í sandkassann og jafnvel borða. Á þessum tímapunkti ætti að svæfa kettlinginn mannúðlega.

Þessi erfðasjúkdómur er A-litnings víkjandi sem þýðir að hann tjáir sig eingöngu í kettlinum þar sem báðir foreldrar bera genið. Köttur sem er beri sýnir aldrei einkenni sjúkdómsins. Og ef hann er paraður við kött sem ber ekki genið eignast hann ekki kettlinga sem sýna einkenni sjúkdómsins. Tölfræðilega séð, mun 50% kettlinga úr slíkri pörun einnig verða berar fyrir sjúkdóminum. Ef arfberi er paraður við annan arfbera, mun 25% af kettlingunum sýna einkenni sjúkdómsins, 50% verða berar og 25% bera hann ekki.

Það er til kjarnsýru próf (DNA) sem greinir hvort köttur beri GM2 genið eða ekki. Prófið var þróað af Dr. Henry Baker sem vinnur á Rannsóknasetri Scott-Ritchey við Auburn dýralækna háskólann. Með því að prófa fyrir geninu og vita hvort ræktunardýrið þitt sé beri, getur þú komið í veg fyrir að framleiða kött með skjúkdóminn og, ef allt væri eins og best yrði á kosið, getur þú hreinsað út alla bera úr ræktun þinni.

Heilsufars verkefni

PawPeds hefur í samstarfi við ræktunar klúbba unnið að heilsufars verkefni gegn Búrma GM2 sem byrjaði 15. Apríl 2009. Allir ræktunarklúbbar og aðrir áhugasamir kattaklúbbar er velkomið að taka þátt í verkefninu!

Klúbbar/hópar sem taka þátt í verkefninu í dag:

Þetta er Yahoo! Hópur. Hópurinn er opinn öllum búrmakatta ræktendum í heiminum sem hafa áhuga á að aðstoða við að eyða GM2 geninu úr tegundinn, með því að vinna saman með öðrum ræktendum að sama markmiðinu. Þú færð frekari upplýsingar ef þú hefur samband við hópinn með því að senda tölvupóst á Robin Bryan og/eða Ann-Louis DeVoe.